DROPS Muskat
DROPS Muskat
100% Bómull
frá 572.00 kr /50g
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 6864.00kr.

Garnkostnaður er reiknaður út frá minnstu stærð mynsturs og ódýrustu vörutegund garns. Ertu að leita að enn betra verði? Þú gætir fundið það á DROPS Tilboð!

DROPS SS24
DROPS 148-2
DROPS Design: Mynstur nr r-623
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL

Efni:
DROPS MUSKAT frá Garnstudio
600-650-700-800-850-950 gr litur nr 18, hvítur

DROPS SOKKAPRJÓNAR og HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 24 l og 28 umf með mynstri eftir teikningu A.1 + A.4 verði 10 x 10 cm.
DROPS PERLUTALA, NR 521: 9 stk (í allar stærðir).

-------------------------------------------------------

Garnmöguleiki – Sjá hvernig breyta á um garn hér
Garnflokkur A til F – Nota sama mynstur og breyta um garn hér
Efnismagn ef notað er annað garn – Notaðu umreiknitöfluna okkar hér

-------------------------------------------------------

DROPS Muskat
DROPS Muskat
100% Bómull
frá 572.00 kr /50g
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 6864.00kr.

Garnkostnaður er reiknaður út frá minnstu stærð mynsturs og ódýrustu vörutegund garns. Ertu að leita að enn betra verði? Þú gætir fundið það á DROPS Tilboð!

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á sokkaprjóna):
*1 umf slétt og 1 umf brugðið*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.

ÚRTAKA:
Fækkað er lykkjum hvoru megin við sléttprjónuðu mynstureiningarnar í báðum hliðum á fram- og bakstykki þannig: Takið 1. l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, prjónið sléttprjón þar til 2 l eru eftir, prjónið 2 l slétt saman (= 2 l færri).

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn til að koma í veg fyrir göt (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan).

HNAPPAGAT:
Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l við miðju að framan sléttar saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist:
STÆRÐ S: 8, 14, 20, 26, 32, 38, 44, 50 og 56 cm
STÆRÐ M: 8, 15, 22, 28, 34, 40, 46, 52 og 58 cm
STÆRÐ L: 8, 14, 21, 27, 34, 40, 47, 53 og 60 cm
STÆRÐ XL: 6, 13, 20, 27, 34, 41, 48, 55 og 62 cm
STÆRÐ XXL: 8, 15, 22, 29, 36, 43, 50, 57 og 64 cm
STÆRÐ XXXL: 10, 17, 24, 31, 38, 45, 52, 59 og 66 cm

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið upp 244-264-312-332-404-420 l (meðtaldar 6 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4 með Muskat. Prjónið 3 ufm slétt (1. umf = ranga). Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig:
STÆRÐ S + M:
Prjónið 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 2 l br * A.2 (= 19 l), A.1 (= 4 l) * endurtakið frá *-* alls 2 sinnum, 2 l br og 8-13 l sl, setjið 1 prjónamerki (= hlið), prjónið 8-13 l sl, 2 l br, ** A.1 (= 4 l), A.2 (= 19 l) **, endurtakið frá **-** alls 4 sinnum, prjónið A.1 (= 4 l), 2 l br og 8-13 l sl, setjið 1 prjónamerki (= hlið), prjónið 8-13 l sl, 2 l br, ** A.1 (= 4 l), A.2 (= 19 l) **, endurtakið frá **-** alls 2 sinnum og endið með 2 l br og 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN.
STÆRÐ L + XL
Prjónið 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 2 l br , A.2 (= 19 l), * A.2 (= 19 l), A.1 (= 4 l) * endurtakið frá *-* alls 2 sinnum, 2 l br og 6-11 l sl, setjið 1 prjónamerki (= hlið), prjónið 6-11 l sl, 2 l br, ** A.1 (= 4 l), A.2 (= 19 l) **, endurtakið frá **-** alls 2 sinnum, prjónið A.2 (= 19 l), A.1 (= 4 l), A.2 (= 19 l), * A.2 (= 19 l), A.1 (= 4 l) *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum, 2 l br og 6-11 sl, setjið 1 prjónamerki (= hlið), prjónið 6-11 l sl, 2 l br, ** A.1 (= 4 l), A.2 (= 19 l) **, endurtakið frá **-** alls 2 sinnum, prjónið A.2 (= 19 l) og endið með 2 l br og 6 kantlykkjum að framan í GARÐAPRJÓN.
STÆRÐ XXL + XXXL:
Prjónið 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 2 l br, A.2 (= 19 l), * A.2 (= 19 l), A.1 (= 4 l) *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 2 l br og 6-10 l sl, setjið 1 prjónamerki (= hlið), prjónið 6-10 l sl, 2 l br, ** A.1 (= 4 l), A.2 (= 19 l) **, endurtakið frá **-** alls 3 sinnum, prjónið A.2 (= 19 l), A.1 (= 4 l), A.2 (= 19 l), * A.2 (= 19 l), A.1 (= 4 l) *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 2 l br og 6-10 l sl, setjið 1 prjónamerki (= hlið), prjónið 6-10 l sl, 2 l br, ** A.1 (= 4 l), A.2 (= 19 l) **, endurtakið frá **-** alls 3 sinnum, prjónið A.2 (= 19 l) og endið með 2 l br og 6 kantlykkjum að framan í GARÐAPRJÓN.
ALLAR STÆRÐIR – LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM:
Haldið svona áfram með mynstur (frá röngu er prjónað sl yfir sl og br yfir br). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 8 cm (passið að næsta umf er prjónuð frá réttu), fækkið um 1 l á hvorri hlið á fram- og bakstykki (þ.e.a.s. yst hvoru megin við báðar sléttprjónuðu mynstureiningarnar með prjónamerki) – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 8 cm millibili, 3 sinnum til viðbótar (= alls 4 úrtökur – eftir síðustu úrtöku eru 8-18-4-14-4-12 l í sléttprjóni eftir í hvorri hlið, þ.e.a.s. 4-9-2-7-2-6 l hvoru megin við bæði prjónamerkin). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8-8-8-6-8-10 cm, byrjar úrtaka fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan!

Eftir mynstur A.2 er mynstrið prjónað eftir A.3 (í stað A.2 – aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Eftir alla úrtöku í hliðum og A.3 eru 164-184-200-220-260-276 l eftir á prjóni og stykkið mælist ca 32 cm. Haldið áfram eins og áður, en prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.4 í stað A.3. Þegar stykkið mælist ca 40 cm í öllum stærðum (passið uppá að næsta umf er prjónuð frá réttu) er aukið út þannig:
ALLAR STÆRÐIR:
Aukið út um 1 l hægra megin við hvern kaðal (þ.e.a.s. í aðra hverja br mynstureiningu með 2 l br séð frá réttu) – LESIÐ ÚTAUKNING (= 9-9-9-9-13-13 l fleiri). Þegar stykkið mælist 42-42-42-42-43-43 cm er aukið út um 1 l vinstra megin við hvern kaðal (þ.e.a.s. í br mynstureiningarnar sem eftir eru með 2 l br = 9-9-9-9-13-13 l fleiri. Endurtakið útaukningu hægra megin við hvern kaðal (þ.e.a.s. í aðra hverja br mynstureiningu með 3 l br) þegar stykkið mælist 44-44-44-44-46-46 cm og vinstra megin við hvern kaðal (þ.e.a.s. í br mynstureiningarnar sem eftir eru með 3 l br) þegar stykkið mælist 46-46-46-46-49-49 cm.
STÆRÐ L + XL (á einungis við um þessar 2 stærðir):
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 42 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtaki útaukningu þegar stykkið mælist 46 cm.
ALLAR STÆRÐIR:
Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar eru alls 200-220-244-264-312-328 l á prjóni. Haldið áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm er næsta umf prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 48-52-59-63-74-77 l eins og áður (= hægra framstykki), fellið af 8-10-8-10-12-14 l fyrir handveg, prjónið 88-96-110-118-140-146 l eins og áður (= bakstykki), fellið af 8-10-8-10-12-14 l fyrir handveg og prjónið síðustu 48-52-59-63-74-77 l eins og áður (= vinstra framstykki). Hvor hluti er nú prjónaður til loka fyrir sig.

VINSTRA FRAMSTYKKI:
= 48-52-59-63-74-77 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður (1. umf = ranga). Fellið nú af fyrir handveg í byrjun hverrar umf frá réttu þannig: Fellið af 2 l 1-2-1-2-6-7 sinnum og 1 l 1-3-1-3-6-7 sinnum = 45-45-56-56-56-56 l.
Þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm eru síðustu 12-12-15-15-15-15 l við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli (l eru prjónaðar áður en þær eru settar á þráðinn). Fellið nú af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umf frá röngu: Fellið af 2 l 2 sinnum og 1 l 4 sinnum - ATH: Þær l sem ekki ganga upp í mynstur þegar fellt er af fyrir hálsmáli eru prjónaðar í sléttprjóni. Eftir úrtöku fyrir handveg og hálsmáli eru 25-25-33-33-33-33 l eftir á öxl.
Haldið áfram með mynstur eins og áður og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist c 66-68-70-72-74-76 cm – stillið af eftir 1 heila mynstureiningu með A.4 á hæðina, fellið af.

HÆGRA FRAMSTYKKI:
Prjónið eins og vinstra framstykki, nema spegilmynd, þ.e.a.s. þegar fellt er af fyrir handveg er fellt af í byrjun hverrar umf frá röngu (í stað frá réttu og fellt er af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umf frá réttu í stað frá röngu) –ATH: Þegar l eru settar á þráð fyrir hálsmáli, stillið af þannig að prjónuð hefur verið 1 umf frá röngu eftir síðasta hnappagati áður en l eru settar á þráð.

BAKSTYKKI:
= 88-96-110-118-140-146 l. Felli nú af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið eins og á framstykki = 82-82-104-104-104-104 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm eru miðju 30-30-36-36-36-36 l felldar af fyrir hálsmáli. Fellið nú af 1 l í næstu umf frá hálsmáli = 25-25-33-33-33-33 l eftir á öxl. Haldið áfram með mynstur 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til bakstykkið er jafn langt og framstykki, fellið af. Endurtakið eins á hinni öxlinni.

ERMI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna og eftir þörf yfir á hringprjóna.
Fitjið upp 51-51-68-68-85-85 l á sokkaprjóna nr 4 með Muskat. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN í hring á sokkaprjóna – sjá útskýringu að ofan. Næsta umf er prjónuð þannig: * Prjónið A.1 (= 4 l), prjónið A.5 (= 13 l) *, endurtakið frá *-* alls 3-3-4-4-5-5 sinnum. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.5 hefur verið prjónað eru 45-45-60-60-75-75 l í umf og stykkið mælist ca 9 cm. Haldið áfram með mynstur en prjónið A.6 í stað A.5 til loka (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 11-11-10-12-12-12 cm, aukið út um 1 l hvoru megin við A.1 í byrjun umf (aukið er út með því að slá uppá prjóninn en uppslátturinn er prjónaður snúinn br í næstu umf). Endurtakið útaukningu með 2½-2-3-2-2½-2 cm millibili, 14-17-12-16-12-14 sinnum til viðbótar (= alls 15-18-13-17-13-15 útaukningar) = 75-81-86-94-101-105 l – ATH: Þær 4 fyrstu l sem auknar eru út í hvorri hlið eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1, þær 11-11-9-11-9-11 næstu l eru prjónaðar jafnóðum inn í A.6 og þær 0-3-0-2-0-0 l sem eftir eru, eru prjónaðar brugðið.
LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM!
Þegar stykkið mælist 49-49-48-48-45-44 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna víðari handvegs), fellið af miðju 8-10-8-10-12-14 l undir ermi (þ.e.a.s. fellið af A.1 og 2-3-2-3-4-5 l hvoru megin við A.1), ermin er prjónuð til loka fram og til baka á prjóna. Fellið nú af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 l 3-4-3-4-4-4 sinnum og 1 l 3-3-2-2-7-10 sinnum, fellið nú af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 56-57-54-55-56-57 cm – stillið af eftir 1 heila mynstureiningu með A.6 á hæðina. Fellið nú af þær l sem eftir eru, stykkið mælist ca 57-58-55-56-57-58 cm.
Prjónið hina ermina á sama hátt.

FRÁGANGUR:
Saumið axlarsauma. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. Bleyta þarf stykkið eða að það fái góðan raka til þess að það jafni sig og falli betur.

HÁLSMÁL:
Prjónið upp frá réttu ca 90 til 110 l í kringum hálsmál (meðtaldar l á þræði að framan) á hringprjóna nr 4. Prjónið 3 umf slétt og fellið af með sl frá réttu.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt.

Yfirfarið á vefsvæði: 11.02.2013
ERMI:...Þær 4 fyrstu l sem auknar eru út á hvorri hlið eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1, þær 11-11-9-11-9-11 næstu l eru prjónaðar jafnóðum inn í A.6 og þær 0-3-0-2-0-0 l sem eftir eru, eru prjónaðar brugðnar...
Yfirfarið á vefsvæði: 07.04.2014
ALLAR STÆRÐIR – LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM:
byrjar úrtaka fyrir HNAPPAGAT – sjá skýringu að ofan!
Eftir mynstur A.2 er mynstrið prjónað eftir A.3 (í stað A.2 – aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Eftir alla úrtöku á hliðum... + ný mynsturteikning A.2.

Mynstur

symbols = slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu
symbols = brugðin lykkja frá réttu, slétt lykkja frá röngu
symbols = sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja
symbols = 2 lykkjur slétt saman
symbols = lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna
symbols = 2 lykkjur brugðið saman
symbols = lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuð lykkjurnar
symbols = setjið 2 lykkjur á hjálparprjón aftan við stykkið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt af hjálparprjóni
diagram
diagram

Hvert mynstur okkar hefur sérstök kennslumyndbönd til að hjálpa þér.

Ertu með spurningu? Sjá lista yfir algengar spurningar (FAQ)

Prjónfesta er það sem ákveður endanlega mælingu á stykkinu þínu og er oftast mæld per 10 x 10 cm. Prjónfestan er tekin þannig: fjöldi lykkja á breidd x fjöldi lykkja í umferð á hæðina – t.d: 19 lykkjur x 26 umferðir = 10 x 10 cm.

Prjónfestan er mjög einstaklingsbundin; sumir prjóna/hekla laust á meðan aðrir prjóna þéttar. Þú aðlagar festuna með grófleika á prjóni, þess vegna er uppgefin prjónastærð hjá okkur aðeins til leiðbeiningar! Þú þarft að stilla prjónfestuna af (upp eða niður) til að tryggja að prjónfestan þín passi við þá festu sem er gefin upp í mynstri. Ef þú vinnur með aðra prjónfestu en þá sem gefin er upp þá þarftu annað efnismagn og verkefnið þitt kemur til með að hafa annað mál en sem stendur í uppskrift.

Prjónfestan ákveður einnig hvaða garni er hægt að skipta út og setja inn annað. Svo lengi sem þú nærð sömu prjónfestu þá getur þú skipt einu garni út fyrir annað.

Sjá DROPS kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu /gera prufu

Efnismagn af garni er gefið upp í grömmum, t.d.: 450 g. Til þess að reikna út hversu margar dokkur þú þarft þá verður þú fyrst að vita hversu mörg grömm eru í einni dokku (25g, 50g eða 100g). Þessar upplýsingar eru aðgengilegar ef þú smellir á garntegundirnar á síðunni okkar. Deildu síðan uppgefnu efnismagni með magni í hverri dokku. T.d. ef hver dokka er 50g (algengasta tegundin), þá verður útreikningurinn sem hér segir: 450/50 = 9 dokkur.

Það mikilvægasta þegar skipt er frá einu garni yfir í annað er að prjón-/heklfestan verði sú sama. Það er svo að mælingar á full unnu stykki verði þær sömu og á skissunni sem fylgir mynstrinu. Það er auðveldara að ná sömu prjónfestu með því að nota garn úr sama garnflokki. Einnig er hægt að vinna með mörgum þráðum saman með fínna garni til að ná prjónfestu á grófara garni. Endilega notaðu garnreiknivélina okkar. Við mælum alltaf með að þú gerir prufustykki.

Vinsamlegast ATHUGIÐ: þegar garni er skipt út þá getur þú fengið annað útlit og áferð á flíkina en sem er sýnt á myndinni, garnið hefur mismunandi eiginleika og gæði.

Sjá DROPS kennsla: Get ég notað annað garn en það sem gefið er upp í mynstri?

Allt garnið okkar er flokkað í garnflokka (frá A til F) eftir grófleika og prjónfestu - garnflokkur A samanstendur af fínasta garninu okkar og garnflokkur F grófasta garninu okkar. Þetta auðveldar þér að finna garn sem passar fyrir mynstrið þitt, langi þig til að skipta um garn. Allt garn í sama garnflokki hefur sömu prjónfestu og má nota sem valmöguleika þegar skipt er um garn . Hins vegar skaltu hafa í huga að garnið getur haft mismunandi eiginleika og áferð, sem gefur verkinu einstakt útlit.

Smelltu hér til að fá yfirlit yfir garn í hverjum garnflokki

Efst í öllum mynstrunum okkar finnur þú link að garnreiknivélinni okkar, sem er hjálpartæki þegar þú vilt skipta út garni fyrir annað garn en það sem gefið er upp í uppskrift. Með því að setja inn þá tegund af garni sem þú ætlar skipta út, fjölda (í þinni stærð) lykkja, þá reiknar reiknivélin út þá möguleika af garni með sömu prjónfestu. Að auki mun reiknivélin segja til um hversu mikið magn þú þarft af nýja garninu og hvort þú þurfir að hafa fleiri en einn þráð. Flestar dokkurnar okkar eru 50g (sumar 25g og 100g).

Ef mynstrið er unnið með mörgum litum, þá verður að reikna út hvern lit fyrir sig. Á sama hátt ef mynstrið er með nokkrum þráðum af mismunandi garni (t.d. 1 þræði Alpaca og 1 þræði Kid-Silk) þá verður þú að finna út möguleika fyrir hvert garn, fyrir sig.

Smelltu hér til að sjá garnreiknivélina okkar

Þar sem mismunandi garn er með mismunandi eiginleika og áferð þá höfum við valið að halda upprunalegu garntegundinni í mynstrunum okkar. Hins vegar þá getur þú auðveldlega fundið aðra valkosti með því að nota garnreiknivélina okkar, eða einfaldlega valið garn úr sama garnflokki.

Það er hugsanlegt að sumar verslanir eigi enn garn sem hætt er í framleiðslu eða að einhver eigi nokkrar dokkur heima sem langar til að finna mynstur sem passar garninu.

Notaðu garnreiknivélina sem mun koma með tillögu að öðru garni og nauðsynlegt efnismagn fyrir nýja garnið.

Ef þér finnst erfitt að ákveða hvaða stærð þú átt að gera getur verið gott að mæla flík sem þú átt nú þegar og líkar við stærðina á. Síðan geturðu valið stærðina með því að bera þessi mál saman við þær stærðir sem til eru í stærðartöflu mynstrsins.

Þú finnur stærðartöfluna neðst á mynstrinu.

Prjónastærðin er einungis gefin upp til leiðbeiningar, mikilvægt er að ná réttri prjónfestu. Prjónfestan getur verið mjög einstaklingsbundin, þú verður að skipta út prjónum til að vera viss um að prjónfestan ÞÍN verði sú saman og í mynstrinu – kannski verður þú að fara upp eða niður um 1 eða 2 grófleika á prjónum til að ná réttri prjónfestu. Fyrir það þá mælum við með að þú gerir prjónaprufu.

Ef þú ert með aðra prjónfestu en sem gefin er upp í mynstri, þá verða málin á flíkinni önnur en þau mál sem gefin eru upp í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að mæla prjónfestu

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að kanna prjónfestu / gera prufu

Að vinna með flík frá toppi og niður gefur meiri sveigjanleika til að láta flíkina passa betur. T.d. er auðveldara að máta flíkina á meðan hún er enn í vinnslu, sem og jafna til lengd á ermum, berustykki og öxlum.

Leiðbeiningarnar eru sérstaklega með útskýringum á hverju þrepi, í réttri röð. Mynsturteikning er sniðin að prjónfestu og er unnin eins og venjulega.

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri. 1 rúða = 1 lykkja.

Þegar prjónað er fram og til baka, þá er önnur hver umferð prjónuð frá réttu og önnur hver umferð prjónuð frá röngu. Þar sem mynsturteikning sýnir allar lykkjur séð frá réttu þá verður þú að prjóna frá gagnstæðri hlið þegar prjónað er frá röngu: frá vinstri til hægri, sléttar lykkjur eru prjónaðar brugðnar, brugðnar lykkjur eru prjónaðar sléttar o.s.frv.

Þegar prjónað er í hring þá er hver umferð prjónuð frá hægri hlið og mynsturteikning er unnin frá hægri til vinstri í öllum umferðum/hringjum.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Mynsturteikning útskýrir allar umferðir/hringi og hverja lykkju séð frá réttu. Teikningin er lesin frá botni upp á topp, frá hægri til vinstri..

Þegar heklað er fram og til baka er önnur hver umferð hekluð frá réttu: frá hægri til vinstri og önnur hver umferð hekluð frá röngu: frá vinstri til hægri.

Þegar heklað er í hring, er hver umferð í mynsturteikningu hekluð frá hægri hlið, frá hægri til vinstri.

Þegar hekluð er hringlaga mynsturteikning þá byrjar þú í miðju og vinnur þig út á við, réttsælis, umferð eftir umferð.

Umferðirnar byrja yfirleitt með ákveðnum fjölda af loftlykkjum (jafngilda hæð á eftirfarandi lykkjum), þetta er annað hvort útskýrt í mynstri eða lýst í mynsturteikningu.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Í leiðbeiningum þegar unnið er eftir nokkrum mynsturteikningum á eftir hverri annarri í sömu umferð/hring, þá er oftast skrifað þannig: „ prjónið A.1, A.2, A.3 alls 0-0-2-3-4 sinnum“. Þetta þýðir að þú prjónar A.1 einu sinni, síðan er A.2 prjónað einu sinni, svo er A.3 endurtekið (á breiddina) í þeim fjölda sem er gefinn upp í þinni stærð – í þessu dæmi þá er: S = 0 sinnum, M = 0 sinnum, L = 2 sinnum, XL = 3 sinnum og XXL = 4 sinnum.

Mynsturteikningin er unnin eins og venjulega: Byrjað er á fyrstu umferð í A.1, síðan er prjónuð fyrsta umferð í A.2 o.s.frv.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa prjón mynsturteikningu

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Heildar breidd á flíkinni (frá úlnlið að úlnlið) verður lengri í stærri stærðum, þrátt fyrir að ermin verði styttri. Stærri stærðirnar hafa lengri ermakúpu og breiðari axlir, þannig að peysan passi vel í öllum stærðum.

Stærðarteikning/skýringarmynd veitir upplýsingar um alla lengd á flíkinni. Ef þetta er jakkapeysa eða peysa þá er lengdin mæld frá hæsta punkti á öxl næst hálsmáli og beint niður að enda á stykkinu. EKKI er mælt frá enda á öxl. Á sama hátt er berustykkið mælt frá hæsta punkti á öxl og niður þar sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar.

Á opnum peysum/jakkapeysum eru málin aldrei tekin meðfram kantlykkjum að framan, nema ef sérstaklega er sagt til um það. Mælið ávallt innan við kantlykkjur að framan þegar lengdin er mæld.

Sjá DROPS Kennsla: Hvernig á að lesa úr stærðarteikningu

Mynstureining er oft endurtekin í umferðinni eða á hæðina. 1 endurtekning á mynstureiningu eins og hún birtist í mynstri. Ef tekið er fram að endurtaka eigi A.1 5 sinnum í umferð, þá vinnur þú A.1 alls 5 sinnum á eftir hverju öðru í umferðinni. Ef tekið er fram að prjóna eigi mynstureiningu A.1 2 sinnum á hæðina þá vinnur þú mynstureininguna einu sinni, byrjar aftur frá upphafi og vinnur mynstureininguna einu sinni enn.

Loftlykkjur eru aðeins þrengri en aðrar lykkjur og til þess að koma í veg fyrir að uppfitjunarkanturinn verði of stífur, þá gerum við einfaldlega fleiri lykkjur til að byrja með. Lykkjufjöldinn verðu síðan stilltur af í næstu umferð til að passa inn í mynstur og mælingar á teikningu.

Stroff kantur er með meiri teygjanleika samanborið við t.d. sléttprjón. Með því að auka út fyrir stroffi, þá kemur þú í veg fyrir sýnilegan mun á breidd á milli stroffs og afgangs af stykki.

Mjög auðvelt er að fella of fast af, með því að slá uppá prjóninn jafnframt því að fella af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja) þá kemur þú í veg fyrir að affellingarkanturinn verði of stífur.

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að fella af með uppslætti

Til að jafna út útaukningu (úrtöku) getur þú aukið út t.d: Í 3. hverri og 4. hverri umferð, eða þannig: þú prjónar 2 umferðir og eykur út í 3. umferð, prjónar 3 umferðir og eykur út í 4. umferð. Endurtekur þetta síðan þar til útaukningin hefur verið gerð til loka.

Sjá DROPS Kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að auka út/fella af til skiptis í 3. og 4. hverri umferð

Ef þú vilt frekar vinna peysu í hring í stað fram og til baka, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu. Þú þarf að bæta við lykkjum að framan til að klippa í (oftast 5 lykkjur) og fylgja leiðbeiningunum. Þegar þú snýrð vanalega við og vinnur frá röngu, þá hreinlega heldur þú áfram yfir auka lykkjurnar að framan og heldur áfram hringinn. Í lokin þá klippir þú stykkið upp, tekur upp lykkjur til að gera kant og felur brúnirnar.

Sjá DROPS kennslumyndband: Hvernig á að klippa upp fyrir handveg

Ef þú vilt frekar vinna peysu fram og til baka í stað þess í hring, þá getur þú auðvitað breytt mynstrinu þannig að stykkin séu prjónuð sér og sett saman í lokin. Deildu lykkjufjöldanum á fram- og bakstykki með 2, bættu við 1 kantlykkju í hvorri hlið (fyrir saum) og þá getur þú unnið fram- og bakstykki hvort fyrir sig.

Sjá DROPS kennsluleiðbeiningar: Hvernig á að prjóna uppskrift sem prjóna á í hring og prjóna hana fram og til baka?

Mynstrin endurtaka sig með örlitlum mun eftir stærðum, til að þau verði í réttum hlutföllum. Ef þú ert ekki að vinna með nákvæmlega sömu stærð og flíkin á myndinni, þá gætir þú velt þér yfir þessu. Þetta hefur verið valdlega hannað og aðlagað þannig að heildar útlitið á flíkinni sé sú saman í öllum stærðum.

Vertu bara viss um að fylgja vel leiðbeiningunum og skýringum á mynsturteikningu fyrir þína stærð!

Ef þú hefur fundið mynstur sem þér líkar við og er fáanlegt í kvenmanns stærð þá er ekki mjög erfitt að breyta því yfir í karlmanns stærð. Stærsti munurinn er lengd á ermum og búk. Byrjaðu að vinna í kvenmanns stærðinni sem þú heldur að passi yfirvídd á brjósti. Viðbætt lengd er unnin rétt áður en fellt er af fyrir handveg. Ef mynstrið er unnið ofan frá og niður þá er hægt að bæta við lengd rétt á eftir handveg eða á undan fyrstu úrtöku fyrir ermi.

Hvað varðar viðbótar garnið, þá fer það eftir því hversu mikið þú bætir við, en það er alltaf betra að hafa eina dokku meira en minna.

Allt garn er með umfram trefjar (frá framleiðslu) sem geta losnað. Loðið garn (brushed) er með meira af lausum, auka trefjum, sem geta losnað.

Þar af leiðandi þá er ekki hægt að ábyrgjast að loðið garn (brushed) sé 100 % non-shedding (að trefjarnar losni ekki frá), en það er hægt að lágmarka þetta með því að fylgja þessum leiðbeiningum:

1. Þegar flíkin er full unnin (áður en þú þværð hana) hristu flíkina kröftuglega þannig að lausar trefjar falli af. ATH: EKKI nota lím rúllu bursta, bursta eða önnur áhöld sem toga til sín garnið.

2. Settu flíkina í plastpoka og settu í frysti – hitastigið veldur því að trefjarnar festast síður saman og allar auka trefjar falla betur frá.

3. Hafðu flíkina í frysti í nokkra klukkutíma áður en hún er tekin út og hrist kröftuglega aftur.

4. Þvoðu flíkina samkvæmt leiðbeiningum á leiðbeiningar miða á garninu.

Hnökur er náttúrulegt ferli sem gerist jafnvel með bestu trefjunum. Það er náttúrulegt merki um slit sem erfitt er að forðast og það sést best á svæðum með miklum núningi í flíkinni eins og handvegi á ermum á peysu.

Þú getur látið flíkina þína líta út eins og nýja með því að fjarlægja hnökrið, nota kamb eða hnökravél.

Finnurðu samt ekki svarið sem þú þarft? Flettu þá neðar og skrifaðu spurninguna þína svo einn af sérfræðingum okkar geti reynt að hjálpa þér. Þetta verður venjulega gert innan 5 til 10 virkra daga.
Í millitíðinni geturðu lesið spurningar og svör sem aðrir hafa skilið eftir þessu mynstri eða eða tekið þátt í DROPS Workshop á Facebook til að fá hjálp frá öðrum prjónurum/ heklurum!

Þú gætir líka haft gaman af...

Skrifaðu athugasemd um DROPS 148-2

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.

Athugasemdir / Spurningar (96)

country flag MARIA DANIELSSON wrote:

När man gör ökningen för ärmen hur kan man "sticka in" de extra maskorna i A1 och A6? A6 har 11 maskor och A1 har 4 - så hur ska man få in fler i dem? Det blir ju helknasigt...

18.06.2023 - 17:31

DROPS Design answered:

Hei Maria. I f.eks str. S skal det økes med 30 masker på hver 2,5 cm. Det økes på hver side av A.1 kun på begynnelsen av omgangen (A.1 er midt under ermet). De 4 første maskene som økes i hver side strikkes fortløpende inn i A.1. Da vil A.1 bestå av 12 masker etter 7,5 cm, husk fletten i A.1 ligger over i hverandre (de økte maskene er på hver side av A.1 og strikkes rett). De neste økte maske (det økes 2 masker pr omgang på hver 2,5 cm 11 ganger i hver side) strikkes fortløpende inn i A.6 (vrang). mvh DROPS Design

19.06.2023 - 11:47

country flag Monika wrote:

Witam :) jak wykończyć dekolt? nie jest to opisane, a na zdjęciu niezbyt dokładnie widać. chodzi mi o to ile rzędów i jakim ściegiem, ewentualnie czy jest jakaś specjalna technika dekoltowa. wybaczcie, zrobiłam w życiu mało swetrów, więc wykańczanie dekoltu jeszcze nie jest dla mnie oczywiste ;)

06.10.2022 - 21:33

DROPS Design answered:

Witaj Moniko, to mi umknęło tłumaczenie ostatniego akapitu. Jest to już uzupełnione na stronie. W razie pytań śmiało pisz. Miłej pracy!

07.10.2022 - 09:26

country flag Della Pietra Teresa wrote:

Solitamente porto la taglia m ho fatto altre vostre maglie la misura è sempre stata esatta . In questo caso però ho come girovita una XXL e come giro seno una L . Come mi devo comportare visto che a me sembra stranissima questa cosa perché io ho un girovita segnato . Grazie

01.02.2022 - 18:42

DROPS Design answered:

Buonasera Teresa, questo modello è stato progettato per essere molto aderente, per cui non ha l'agio che di solito hanno quasi tutti gli altri modelli DROPS. Buon lavoro!

01.02.2022 - 22:07

country flag Monika wrote:

Witam.Szerokość dekoltu w centymetrach jest podana dosyć niewielka,tutaj 13 cm,w Brume 16,ale na modelce w obu wypadkach dekolt jest pięknie szeroki.Brume już zrobiłam i wiem,że dekolt wyszedł zgodny z pomiarem we wzorze-16 cm,nie ze zdjęciem na modelce.Czy tutaj będzie tak samo że wyjdzie mi taki mały dekolt,13cm?Jeśli tak, to czemu na zdjęciu jest pokazane co innego i jak osiągnąć taki efekt?

21.04.2020 - 16:52

DROPS Design answered:

Witaj Moniko, o jaki dekolt chodzi, z przodu czy z tyłu? Czy mierzysz długość wzdłuż brzegu robótki? Te 13-16 cm na dekolcie tyłu (podane na schematycznym rysunku na dole wzoru), jest to wymiar na długość (w prostej linii, od rogu do rogu dekoltu), wzdłuż brzegu dekoltu (po skosie) ten wymiar będzie szerszy. Pozdrawiamy

22.04.2020 - 16:03

country flag Beatriz Garcia wrote:

Me gustan mucho los modelos de Drops aparte muy bien explicados ya casi terminando este diseño de Rosalinda solo me falta el cuello después de 5 años jajajaja que lo tejía y lo dejaba pero al fin lo estoy terminando Gracias por compartir los patrones Yam hermosos

22.01.2020 - 03:22

country flag Daniela wrote:

Buonasera. Sto eseguendo il modello Rosalinde n° r-623. Il modello è stato corretto. Nella correzione viene citato un nuovo diagramma A.2, ma fra i diagrammi compare un solo A.2. Ora non so come proseguire perché il diagramma indicato contiene 19 maglie, mentre con il motivo A.3 sono a 11 maglie. Cosa intendete con la correzione? Grazie

04.01.2019 - 19:02

DROPS Design answered:

Buonasera Daniela. Quando vengono corretti i diagrammi, trova solo il diagramma aggiornato. Non è stato modificato il numero delle maglie del diagramma. Il diagramma A2 si lavora su 19 m, il diagramma A3 inizia con 19 m e finisce con 11 m e va lavorato sopra al diagramma A2. Buon lavoro!

04.01.2019 - 19:25

country flag Anya Roeling wrote:

Het meerderen in de mouw is voor mij nog onduidelijk. Er moet aan beide zijden van A1 gemeerderd worden. A1 is de kabel. Als ik het patroon zo lees dan zou aan beide zijden van de \"originele\" kabel de gemeerderde kabels moeten verschijnen. Op de foto lijkt het er op dat de gemeerderde kabels allebei ná de originele kabel komen te liggen. Maar ik moet ook toegeven dat de foto niet heel echt duidelijk dat ene detail weergeeft.

30.11.2018 - 16:08

DROPS Design answered:

Dag Anya,

Je meerdert voor en na de eerste A.1 en zodra je 4 steken gemeerderd hebt, brei je die gemeerderde steken in A.1, dus dan heb je 3x A.1 naast elkaar. Daarna, als je weer genoeg hebt gemeerderd, brei je die in A.6 aan beide kanten.

04.12.2018 - 13:38

country flag Sally wrote:

Please can you explain ‘from WS work k over k and p over p’ . Does this mean that it will be stocking stitch. And is every row worked from the chart or just the RS rows?

24.05.2018 - 21:11

DROPS Design answered:

Dear Sally, from WS you will work as follows: K the 6 sts in garter st on each side, and work K over K and P over P the sts in diagrams (the P2 from RS for example will be worked K2 from WS) - work the WS rows in pattern as shown in diagram (read from left towards right from WS). Happy knitting!

25.05.2018 - 09:13

country flag Sigrun Antonsen wrote:

Drops mønster 148-2 Jeg har strikket i mange år og ulike mønstre uten problem, men her er det noe jeg ikke forstår. For størrelse L+XL står det at det skal strikkes ............6-11 rett, sette 1 merketråd (= siden), strikk 6-11 rett..... Hva mens med det? Er det antall masker etter størrelsen? For størrelse S+M står det 8-13. Jeg har snakket med personalet i butikken, men de forstod det heller ikke. Jeg er enig med de so etterlyser tydeligere bilder av mønsteret.

27.03.2016 - 13:24

DROPS Design answered:

Hej Sigrun, Jo det er antal masker for hver af de to størrelser som er med under "L + XL". Det vil sige at hvis du strikker L skal du strikke 6 rett osv. Markere gerne i opskriften så du hele tiden følger din størrelse! God fornøjelse!

31.03.2016 - 12:15

country flag Michela wrote:

Guten Tag, ich habe die Maschenprobe mit der Nadelstärke 4 und 3 1/2 gestrickt und jedes Mal beträgt die Maschenzahl um 10 x10 cm zu erlangen weinger als in der Anleitung aufgeführt. Woran kann dies liegen und wie müsste ich die korrekt Maschenzahl ausrechnen, die ich allenfalls benötigen würde? Herzlichen Dank für die Antwort, Michela

09.03.2016 - 08:15

DROPS Design answered:

Liebe Michaela, das könnte daran liegen, dass Sie etwas lockerer stricken als unser Standardmass. Versuchen Sie es lieber nochmals mit einer noch dünneren Nadel statt das Muster umzurechnen. Diese Anleitung eignet sich nicht gut zum umrechnen.

09.03.2016 - 08:53