Hvernig á að prjóna stroff með snúning í sokk í DROPS 150-20

Keywords: færið til, sokkar, stroffprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að fá snúning á stroffi á vinstri sokk til að snúa til hægri í DROPS 150-20.
Setjið 1 prjónamerki í sléttu lykkjuna hvoru megin við sokkinn samkvæmt mynstri. Í fyrstu lykkju með prjónamerki er fækkað í hverri umferð með því að lyfta 1 lykkju af prjóni, prjóna næstu lykkju slétt og steypa lyftu lykkjunni yfir.
Síðan er haldið áfram með stroff með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til komið er að næsta prjónamerki í hinni hliðinni. Hér er slegið 1 sinni uppá prjóninn á undan sléttu lykkjunni með prjónamerki í hverri umferð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann) og slegið aftur 1 sinni uppá prjóninn á undan prjónamerki. Við prjónum fleiri umferðir til þess að sýna hvernig á að gera og að lokum sýnum við hvernig stykkið lítur út þegar prjónaðar hafa verið ca 20 umferðir. Það eru fleiri lykkjur í sokknum en sem við sýnum á myndbandinu og þar af leiðandi fleiri lykkjur á milli beggja prjónamerkja. Þessir sokkar eru prjónaðir úr DROPS Fabel, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

DROPS Design NL wrote:

Hoi. Je kan gewoon de st opnieuw verdelen over de 4 nld

30.09.2013 - 12:42

M. Manenschijn wrote:

Ik ben een beginnende sokkenbreister. Op de ene naald krijg ik steeds meer steken, op de andere steeds minder. Hoe verdeel ik de steken weer gelijk over de vier naalden?

22.09.2013 - 17:26

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.