Hvernig á að prjóna einfalda húfu í stroffprjóni

Langar þig til að læra hvernig á að prjóna einfalda húfu í stroffprjóni? Þú getur fylgt þessum leiðbeiningum sem sýna þér skref-fyrir-skref hvernig á að prjóna húfuna okkarSun By The Water (DROPS 204-8).

Ertu með einhverjar spurningar? Skrifaðu spurningarnar þínar í athugasemdareitinn neðst á síðunni og við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er!

Stærð: S/M – M/L
Höfuðmál: ca 54/56 – 56/58 cm
(Við prjónum stærð S/M í þessum leiðbeiningum, sem er auðkennt með feitletrun.)

Garn: DROPS SKY frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B).
50-100 grömm litur nr 17, karrí

Prjónfesta: 23 lykkjur á breidd og 32 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm. ATH: Stroffprjónið dregur stykkið saman á breiddina.

Prjónar:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3.
DROPS HRINGPRJÓNN NR 3: Lengd 40 cm.

Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni prjóna.

Nú byrjum við!

Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf.

Fitjið upp 124-128 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með Sky. Prjónið 1 umferð brugðið.

Prjónið síðan í stroffprjóni hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið).

Þegar stykkið mælist 25-26 cm frá uppfitjunarkanti byrjar úrtakan.

1.UMFERÐ: Fækkið allar 2 lykkjur brugðið til 1 lykkja brugðið (prjónið 2 lykkjur brugðið saman) = 93-96 lykkjur.

2.-3.UMFERÐ: Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur.

4.UMFERÐ: Fækkið allar 2 lykkjur slétt til 1 lykkja slétt (prjónið 2 lykkjur slétt saman) = 62-64 lykkjur.

5.-6.UMFERÐ: Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur.

7.UMFERÐ: Prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 31-32 lykkjur.

8.-9.UMFERÐ: Prjónið slétt.

10.UMFERÐ: Prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 þar til eftir er 1-0 lykkja, prjónið þær lykkjur sem eftir eru slétt = 16-16 lykkjur.

11.UMFERÐ: Prjónið slétt.

12.UMFERÐ: Prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 8-8 lykkjur.

Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þráðinn og festið enda.

Nú er húfan tilbúin! Húfan mælist ca 29-30 cm frá uppfitjunarkanti. Brettið uppá neðstu ca 5 cm.

Deildu endilega myndum af húfunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #sunbythewaterhat þá getum við séð þær - eða sendu myndir af verkefninu í #dropsfan gallery

Vantar þig aðstoð?

Ef þig vantar frekari upplýsingar varðandi mismunandi prjón á lykkjum eða aðferð, þá er hér listi yfir kennsluleiðbeiningar og kennslumyndbönd til aðstoðar:

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.