Hvernig á að prjóna sjal í DROPS 143-5

Keywords: garðaprjón, gatamynstur, mynstur, sjal,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum sjal með garðaprjóni og mynstri í DROPS 143-5. Við höfum fitjað upp 9 lykkjur og sett 1 prjónamerki í miðju lykkju. Við prjónum nú þannig (= rétta): 3 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt = 11 lykkjur. Prjónið nú slétt í hverri umferð JAFNFRAMT sem aukið er út um 4 lykkjur í hverri umferð frá réttu þannig: Sláið uppá prjóninn innan við 3 lykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið og sláið upp á prjóninn hvoru megin við lykkju með prjónamerki. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo að það myndist gat: 3 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt = 11 lykkjur. Prjónið nú slétt í hverri umferð JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur í hverri umferð frá réttu þannig: Sláið uppá prjóninn innan við 3 lykkjur garðaprjón á hvorri hlið og sláið uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með prjónamerki. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo að það myndist gat. Við aukum út um 39 lykkjur (spólum hratt). Eftir það sýnum við 1 mynstureiningu á hæðina á mynsturteikningu A.1 og A.2 með A.1 til hægri um miðju og A.2 til vinstri. Að lokum sýnum við hvernig við fellum af með uppslætti: * Fellið af 3 lykkjur, sláið síðan uppá hægri prjón, fellið uppsláttinn af *, endurtakið frá *-* út umferðina. Þetta sjal er prjónað úr DROPS Lace, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.