Hvernig á að hekla vefnaðarmynstur

Keywords: körfur, áferð,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum vefnaðarmynstur. Við sýnum mynstur með áferð sem er fallegt að nota til skrauts á mörgum verkefnum með hekli. Byrjið á að hekla loftlykkjuband með sléttum fjölda loftlykkja. Heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, heklið * 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 loftlykkju á loftlykkjubandinu, heklið 1 fastalykkju í næstu loftlykkju, endurtakið frá *-* út umferðina, snúið við.
UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju, hoppið yfir 1. fastalykkju, heklið * 1 fastalykkju í loftlykkjubogann, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 fastalykkju, endurtakið frá * út umferðina, endið umferðina á 1 fastalykkju í 1. loftlykkju frá byrjun fyrri umferðar, snúið við. Endurtakið umferð 1 fyrir mynstur. Gott er að þegar haldið er áfram að stinga alltaf heklunálinni á milli lykkja, sem líta út eins og v frá fyrri umferð.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (3)

Gitte Maj Nielsen wrote:

HVILKEN STØRRELSE HÆKLE PIND ANBEFALER I? OG 1000 TAK FOR SKØNNE SIDER OG VISNINGER. ER BARE EN GOD HJÆLP TIL MIG

03.01.2016 - 15:19

DROPS Design answered:

Hej Gitte. Det afhaenger af det garn og mönster du vil lave. Her i videoen er brugt haeklenaal 8 mm.

05.01.2016 - 14:18

Aline Riendeau wrote:

Je suis entrain de faire un scraf et changer de couleur a chaque rang Merci pour la video très beau

08.02.2015 - 21:04

Johanne wrote:

J adore je l essai merci

03.02.2015 - 02:08

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.