Hvernig á að prjóna M.1B í DROPS 140-14, 133-1 og 130-1

Keywords: gatamynstur, mynstur, sjal,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig mynstur M.1B er prjónað (síðasti hluti í mynsturteikningu) í þremur af vinsælum sjölum frá okkur. Við sýnum 2 mynstureiningar af mynstri við hlið á hvor annarri. Við höfum sett hvítan þráð til merkingar sem sýnir hvar 2. mynstureiningin byrjar (mynstrið inniheldur fleiri mynstureiningar).
UMFERÐ 1 og allar umferðir frá röngu eru prjónaðar brugðið frá röngu – umferð 1 er ekki sýnd í myndbandinu.
UMFERÐ 2 (rétta):* Prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn*, endurtakið út umferðina og endið alltaf á 1 lykkju slétt í síðustu lykkju.
UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið brugðið.
UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt í eina lykkju, 3 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, endurtakið að næstu mynstureiningu og endið á 1 lykkju slétt í síðustu lykkju.
UMFERÐ 6 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt í eina lykkju, 2 lykkjur slétt í eina lykkju, 3 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt saman, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt í eina lykkju, 2 lykkjur slétt í eina lykkju, endurtakið út að næstu mynstureiningu og endið á 1 lykkju slétt í síðustu lykkju.
Í hvert skipti sem prjónuð er umferð 6 og umferð 10 (með 2 x 2 lykkjur slétt í eina lykkju á eftir hverri annarri) færðu eina auka slétta lykkju hvoru megin við úrtöku fyrir miðju á mynstureiningunni.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (5)

Ulrike wrote:

Habe 3 Wochen probiert und probiert klappe nicht weder Diagramm oder Schriftsatz Habe dann Youtube heruntergeladen und es hatte geklappt keine Masche zu viel Super

25.06.2023 - 07:43

Íris Edda Jóns wrote:

Er ekki að skilja þegar ég er komin í umferð 10 í M.1b þá eru 2 aukalykkjur í munstureiningu. Þannig að það kemur ekki rétt út og þar að leiðandi get ég ekki haldið áfram

25.04.2021 - 21:49

DROPS Design answered:

Íris Edda. Þegar þú byrjar á 1. umferð í M.1B eru endurteknar 12 lykkjur 8 sinnum + 1 lykkja slétt (kantlykkja) og endurtakið á hæðina með 8 x 16 lykkjur slétt + 1 lykkja slétt (kantlykkja). Í hvert skipti sem þú prjónar umferð 6 og umferð 10 með tvisvar sinnum „ prjónið 2 lykkjur í 1 lykkju „ á eftir hverri annarri þá færðu uppgefinn fjölda lykkja hvoru megin við miðju á endurtekningu. Vona að þetta hjálpi. Gangi þér vel.

27.04.2021 - 11:52

Sandra Hennemann wrote:

Genau das gleiche Problem wie Frau Zimmermann habe ich auch. Ich stricken das Tuch Butterfly dream 133-1. Nach dem ersten kompletten Mustersatz habe ich 129 Maschen auf der Nadel. Nach der Lochmuster Reihe kommt ja wieder Reihe 4 laut Text aber der Rapport besteht aus 12 Maschen. Bei 129 Maschen fehlen 4 Maschen. Wo sollen diese herkommen?

15.03.2018 - 16:20

DROPS Design answered:

Liebe Frau Hennemann, nach M.1 (1 Mal in der Höhe) haben Sie 129 M; dh 16 M in jedem 8 Rapport + die letzte Masche. Wenn Sie M.1 wiederholen, das diagram genauso wie zuvor stricken: am Anfang + am Ende jeder M.1 zunehmen (2 M. in einer M stricken) und in der Mitte 2 Maschen abnehmen. Es gibt dann mehr Maschen zwischen Zu- und Abnahmen aber die Zunahmen immer am Anfang/Ende in jedem M.1 wiederholen und die Abnahmen immer in der Mitte in jedem M.1 stricken. Viel Spaß beim stricken!

16.03.2018 - 09:41

Margitta Guthmann wrote:

Ich habe genau das gleiche Problem wie Frau Zimmermann. Habe mir das Video und die Anleitung mehrfach angesehen, nirgends ein entsprechender Hinweis zu finden. Da verliert man jeden Spaß.

09.03.2018 - 19:43

DROPS Design answered:

Liebe Frau Guthmann, können Sie uns bitte sagen welches Modell sie genau stricken und bis welche Reihe Sie jetzt gestrickt haben?

12.03.2018 - 11:17

Martina Zimmermann wrote:

Hallo zusammen, ich komme über den ersten Rapport nicht hinaus. Der Rapport endet in der letzten Reihe mit insgesamt 16 Maschen, dann kommt wieder die Lochmusterreihe. Dann beginnt das Muster wieder aber das geht dann übet 12 Maschen, da habe ich am Ende immer 4 Maschen übrig. !Was mache ich da falsch?

29.06.2016 - 09:49

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.