Hvernig á að fella af með picotkanti í stroffi

Keywords: jakkapeysa, kantur, peysa, picot, pífa, stroffprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að fella af með picotkanti í stroffi sem er prjónað með 1 lykkju snúna slétt – 1 lykkju brugðið. Prjónið 1 lykkju slétt, * stingið inn hægri prjóni á milli 2 næstu lykkja á vinstra prjóni (þ.e.a.s. á milli lykkja á prjóni, ekki í gegnum lykkjurnar), sláið 1 sinni uppá hægri prjón, dragið fram uppsláttinn á milli lykkja og setjið uppsláttinn á vinstri prjón *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum (= 3 nýir uppslættir á vinstra prjóni), prjónið slétt og fellið af 7 lykkjur (= 1. lykkja á hægri prjóni + 3 uppslættir + 3 lykkjur). Haldið nú áfram að prjóna frá *-* og fellið af 7 lykkjur alveg eins meðfram allri affellingunni. Þegar ekki eru nægilega margar lykkjur eftir til að gera nýja picot eru lykkjurnar sem eftir eru felldar af slétt. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.