Hvernig á að hekla blúndukant við stykki með gatamynstri

Keywords: gatamynstur, kantur, pífa,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum niður blúndukant á stykki. Heklið frá röngu, festið þráðinn með fastalykkju um úrtöku í gatamynstri, færið heklunálina í gegnum stykkið (frá röngu að réttu – þráðurinn stoppar frá röngu), færið heklunálina áfram á milli 2 ystu stuðlana á blúndukanti og til baka að röngu á stykki, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum lykkjurnar á heklunálinni þannig að blúndukanturinn verði fastur við stykki *, heklið 8 loftlykkjur (frá röngu á stykki), hoppið að næstu úrtöku á stykki, færið heklunálina í gegnum stykkið frá röngu að réttu (þráðurinn stoppar frá röngu), færið heklunálina á milli 6. og 7. stuðul á eftir síðasta skipti sem blúndukanturinn var festur á stykkið og til baka að röngu, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum lykkjurnar á heklunálinni þannig að blúndukanturinn verði fastur við stykkið *, endurtakið frá *-*. Það er mikilvægt að saumurinn verði ekki stífur, þá kemur stykkið til með að missa teygjanlekann. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir og e.t.v. mynsturteikningu.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Mehrad wrote:

Knitting is my love

01.09.2022 - 19:18

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.