Hvernig á að prjóna síðustu umferðina á skáhallandi öxl og fella af

Keywords: hálsskjól, jakkapeysa, peysa, vesti,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum síðustu umferð þar sem lykkjum er fækkað fyrir skáhallandi öxl, sem m.a. er í vestinu «Unexpected» í DROPS 218-21. Við prjónum tvö stutt stykki og sýnum einungis síðustu umferð og affellingu á öðru stykkinu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, til að koma í veg fyrir göt í hverri skiptingu þar sem lykkjurnar voru settar á þráð er hlekkurinn sóttur á undan næstu lykkju upp og prjónaður snúinn slétt saman með fyrstu lykkjunni á vinstri prjóni. Fellið því næst laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Endurtakið meðfram hinum þremur öxlunum. Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur.
Þetta vesti er prjónað úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Kid-Silk, en í myndbandinu notum við bara eina gerð að garni; DROPS Nepal.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.