Hvernig á að koma í veg fyrir að þumall þæfist saman

Keywords: vettlingar, þæft,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig koma má í veg fyrir að þumallinn þæfist saman. Til þess að koma í veg fyrir að þumallinn þæfist saman, snúið vettlingnum við og setjið lítinn plastpoka meðfram þumli (frá röngu). Festið pokann niður með nælu – ATH: Setjið næluna lóðrétt að topp á þumli þannig að auðvelt er að taka hana úr eftir þvott. Snúið vettlingnum aftur við og þæfið vettlinginn með réttuna út. Þessi vettlingur er prjónaður úr DROPS Alpaca. Til þess að finna mynstur þar sem þessi aðferð er notuð, smellið á mynd að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.