Hvernig á að taka upp tapaða lykkju

Hvernig á að taka upp tapaða lykkju

Ef þú prjónar sléttar lykkjur frá réttu og hefur misst eina lykkju niður, ekki örvænta! Hér sérðu hvernig þú getur tekið upp tapaða lykkju og prjónað áfram.

Mynd 1: Þú hefur misst niður eina lykkju í miðju stykki.

Mynd 2: Lykkjan hefur fallið niður um eina umferð í stykkinu. Taktu upp alla lykkjuna með hægrihandarprjóni. Lykkjan er nú prjónuð frá réttu með þeim þræði sem lykkjan féll niður af. Náðu þræðinum upp og settu á hægrihandarprjón.

Mynd 3: Oddi vinstrihandarprjóns er nú stungið í lykkjuna sem tekin var upp.

Mynd 4: Lyftu henni yfir þráðinn sem tekinn var upp til að prjóna nýja lykkju.

Mynd 5: Nú er tapaða lykkjan komin á hægrihandarprjón.

Mynd 6: Settu lykkjuna til baka á vinstrihandarprjón.

Mynd 7: Nú getur þú haldið áfram að prjóna.

Athugasemdir (1)

Maria Amélia Fernandes De Sousa wrote:

Boa noite, gostava de saber, como se começa um revesiho ,ou mehor, o começo dobrado de um casaco? Obrigada

17.05.2016 - 01:30:

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.