Evrópsk öxl (stykkið sett saman)

Í þessum leiðbeiningum sýnum við hvernig við skref-fyrir-skref hvernig við prjónum handveg, hvernig við prjónum framstykkin saman og hvernig framstykkið er prjónað saman með bakstykkinu. Við notum mynstrið í barnapeysunni Sweet Peppermint (DROPS Children 47-12) í stærð 2 ára, en munið að fylgja lykkjufjöldanum / útaukningu í þeirri stærð sem þú hefur valið!

Neðst á síðunni finnurðu myndband sem gæti verið gagnlegt, sem og form þar sem þú getur beðið sérfræðinga okkar um aðstoð ef þú þarft á því að halda!

Nú byrjum við!

Við höfum nú þegar prjónað fyrri hluta á bakstykki og bæði axlarstykkin og við erum núna klár til að prjóna stykkin saman, ásamt því að auka út fyrir handveg í báðum hliðum á framstykkinu.

Við prjónum með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr. 9029 salviu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr. 45 mjúk mynta og með 5 mm prjónum. Við notum 1 þráði í hvorri tegund, eða það garn og lykkjufjölda sem stendur í mynstrinu sem þú ert að prjóna.

Prjónið frá réttu: Prjónið sléttprjón yfir 18 lykkjur frá hægra axlarstykki.

Fitjið upp 12 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar.

Prjónið síðan sléttprjón eins og áður yfir 18 lykkjur frá vinstra axlarstykki = 48 lykkjur.

Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 11 cm, mælt yst meðfram handvegi.

Nú er aukið út um 1 lykkju fyrir handveg, aukið er út innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið (frá réttu).
Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan.

Lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann.

Prjónið sléttprjón þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, nú er aukið út í annarri hliðinni þannig:
Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan.

Lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann.

Aukið út í 2. hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 4 sinnum = 56 lykkjur.

Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 15 cm (mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp). Framstykkið og bakstykkið á að hafa sömu lengd ef mælt er frá axlarsaumi innst við hálsmál og niður. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Prjónið 56 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok umferðar (í hlið).

Prjónið sléttprjón yfir 56 lykkjur frá bakstykki.

Fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok umferðar = 124 lykkjur.

Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 30 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20 lykkjur jafnt yfir = 144 lykkjur. Með því að auka út á undan stroffi þá koma fallegri skil á milli fram- og bakstykki og stroffs.

Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið í 6 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 36 cm frá efsta punkti á öxl á framstykki.

Nú hefur bakstykkið og framstykkið verið sett saman og prjónað til loka, næsta skref er að prjóna ermarnar. Sjá hvernig í leiðbeiningunum: Evrópsk öxl (ermi).

Vantar þig aðstoð?

Ef þig vantar frekari upplýsingar varðandi mismunandi prjón á lykkjum eða aðferð, þá er hér listi yfir kennsluleiðbeiningar og kennslumyndbönd til aðstoðar:

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.