Hvernig á að gera Court Jester tátiljurnar

Hlýjar tátiljur á köldum dögum er eitthvað sem við verðum að eiga og er einnig falleg gjöf. Prjónaðu par af tátiljum í garðaprjóni prjónað í vinkil í 8 litum, (DROPS 109-57), og við aðstoðum þig í leiðinni með kennsluleiðbeiningum okkar skref – fyrir – skref.

Ertu með einhverjar spurningar? Skrifaðu spurninguna þína í athugasemda dálkinn neðst á síðunni og við aðstoðum þig eins fljótt og hægt er!

Við prjónum stærð 35/37 í þessum kennsluleiðbeiningum, þessi stærð er gefin upp í breiðu letri. Mynstrið er gefið upp í stærðum upp til 44.

Þú finnur mynstrið hér

Ertu með allt sem þarf áður en þú byrjar?

Efni:
DROPS Eskimo frá Garnstudio (Garnflokkur E)
50 gr litur nr 04, fjólublár
50 gr litur nr 66, sægrænn
50 gr litur nr 15, dökk blár
50 gr litur nr 20, plóma
50 gr litur nr 21, bláfjólublár
50 gr litur nr 23, moldvarpa
50 gr litur nr 36, ametist
50 gr litur nr 50, dökk bleikur
(sama efnismagn í öllum stærðum)

DROPS Prjónar nr 7 – eða þá stærð sem þarf til að 12 lykkjur x 24 umferðir garðaprjón verði 10x10 cm.

DROPS heklunál nr 8 – fyrir heklaðan kant.

Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni prjóna.


Nú byrjum við!

Stærð: 35/37 - 38/40 - 42/44

STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka í ferningum og saumað saman í lokin. Við prjónum Tátilja 1 = M.1A í þessum kennsluleiðbeiningum, ef þú ætlar að prjóna tátilju 2, þá verður þú að prjóna litina sem er vísað í M.1B.


SKIPT UM ÞRÁÐ:
Byrjið ca 25 cm inn í hverri dokku sem er notuð. Þráðar endinn er notaður síðar fyrir frágang.

MÆLING:
Mikilvægt er að halda prjónfestunni og hafa mælinguna nákvæma svo að ferningarnir verði ferkantaðir. Hornréttu hliðarnar á 1 ferningi x 2 jafngildir lengd á tátiljunni í lokin.

LITUR:
Tátilja með 8 litum er prjónuð eftir litakorti (M.1A og B) sem sýnir ferningana í mismunandi litum; M1.A = Tátilja 1 og M.1B = Tátilja 2

FERNINGAR:
Sjá M.2 fyrir númer á ferningum.

FRÁGANGUR:
Sjá M.2 fyrir frágang. M.3 sýnir staðsetningu á ferningum eftir frágang.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.


TÁTILJA 1 (M.1A):
Fitjið upp 10-11-12lykkjur á á prjón 7 með litnum sægrænn (eða litnum dökk bleikur þegar M.1B er prjónað). Lesið MÆLING! Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 8½-9-10 cm (= ferningur 1/litur nr 66, sægrænn).

Skiptið yfir í litinn fjólublár og prjónið garðaprjón í -9-10 cm (= ferningur 2 / /litur nr. 04, fjólublár).

Skiptið yfir í litinn moldvarpa og prjónið garðaprjón í -9-10 cm (= ferningur 3 / litur nr. 23, moldvarpa).

Skiptið yfir í litinn plóma og prjónið garðaprjón í -9-10 cm (= ferningur 4 / litur nr. 20, plóma).

Skiptið yfir í litinn bláfjólublár og prjónið garðaprjón í -9-10 cm cm (= ferningur 5 / litur nr. 21, bláfjólublár).

Skiptið yfir í litinn dökk blár og prjónið garðaprjón í -9-10 cm cm (= ferningur 6 / litur nr. 15, dökk blár).

Nú hafa verið prjónaðir 6 ferningar á eftir hverjum öðrum og stykkið mælist nú 51-54-60 cm, fellið af.

Takið upp 10-11-12 lykkjur í hægri hlið á ferningi 2 með litnum ametist (= ferningur 7 / litur nr 36, ametist). Prjónið garðaprjón í -9-10 cm, fellið af.

Takið upp 10-11-12 lykkjur í vinstri hlið á ferningi 6 með litnum dökk bleikur (= ferningur 8 / litur nr. 50, dökk bleikur) og prjónið garðaprjón í -9-10 cm, fellið af.

Þú hefst frágangurinn á tátiljunni.
Brettið tátiljuna saman þannig að hægt sé að sauma ferninga 5 og 8 saman kant í kant, sjá A í M.2.

Brettið tátiljuna saman að þannig að hægt sé að sauma ferning 7 og 8 saman kant í kant, sjá B í M.2.

Brettið tátiljuna saman þannig að hægt sé að sauma ferning 3 og 8 saman kant í kant, sjá C í M.2.

Brettið tátiljuna saman þannig að hægt sé að sauma ferning 4 og 6 saman kant í kant, sjá D í M.2.

Brettið tátiljuna saman þannig að hægt sé að sauma ferning 5 og 6 saman kant í kant, sjá E í M.2.

Brettið tátiljuna saman þannig að hægt sé að sauma ferning 2 og 3 saman kant í kant, sjá F í M.2.

Brettið tátiljuna saman þannig að hægt sé að sauma ferning 1 og 4 saman kant í kant, sjá G í M.2.

Sólinn á tátiljunni verður 24-26-28 cm langur. Prjónið aðra tátilju á sama hátt, en prjónið eftir M.1B fyrir liti.


Tátilja M.1A – snýr til vinstri. Tátilja M.1A- snýr til hægri.

HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið kant í kringum opið á tátiljunni með lit að eigin ósk og með heklunál nr 8.

Byrjið mitt að aftan, festið þráðinn niður með keðjulykkju og haldið áfram hringinn þannig: * 1 fastalykkja, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 0,5 – 1,0 cm *, endurtakið frá *-*, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.

Tilbúið!

Vonandi hefur þú haft gaman af því að gera þessar tátiljur með okkur!

Okkur langar til að sjá hvernig þitt par lítur út! Notaðu myllumerkið #dropsalong og #courtjesterslippers við myndirnar þínar á samfélagsmiðlum – eða og sendu inn verkefnið þitt til #dropsfan galleriet þá getum við fengið að sjá!

Vantar þig aðstoð?

Ef þig vantar frekari aðstoð með mismunandi aðferðir sem eru notaðar í þessu mynstri, þá getur þú séð lista með kennsluleiðbeiningum og kennslumyndböndum til aðstoðar:

Athugasemdir (6)

Cheryl Farthing wrote:

Can this project be knitted with circular needles

23.03.2022 - 12:41:

DROPS Design answered:

Dear Mrs Farthing, you can work with a circular needle but the slippers are worked in rows - see lesson and pattern. Happy knitting!

24.03.2022 - 09:15:

Giulia wrote:

Buongiorno, nel caso volessi fare le babbucce in due colori, di quanti gomitoli avrei bisogno? Grazie

27.11.2021 - 11:09:

DROPS Design answered:

Buonasera Giulia, per un'assistenza così personalizzata può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!

03.12.2021 - 21:02:

Roul wrote:

Bonjour Pouvez-vous me donner le nombre de mailles pour une taille 41 pour effectuer mes carrés merci Pouvez vous me donner le nombre de maille pour une taille 41 svp

11.10.2020 - 11:23:

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Roul, retrouvez ce modèle en entier, en taille 38/40 et 42/44 sur notre site ici. Bon tricot!

12.10.2020 - 09:32:

Annick HECKMANN wrote:

Bonjour Il me reste des pelotes orphelines de différentes couleurs , qualité KARISMA ; Je souhaiterais réaliser ces chaussons . Quel nombre de mailles pour un carré ? combien de fils ensemble ? Merci Cordialement

04.05.2020 - 08:41:

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Heckmann, ces chaussons se tricotent avec une laine du groupe E, que vous pouvez remplacer par 2 fils du groupe C, mais pas vraiment du groupe B comme Karisma. Retrouvez tous nos modèles du groupe de fils B ici. Bon tricot!

04.05.2020 - 15:37:

Barbara Lowell wrote:

I am unable to ask a question it keeps saying I have either a link or words that are forbidden????

29.02.2020 - 06:16:

DROPS Design answered:

Dear Mrs Lowell, sorry for the convinience, try to reword your question/comment - and please send us the word you are using on our Facebook, depending of the language the list might have to be edited. Happy knitting!

02.03.2020 - 13:11:

Claude Lefebvre wrote:

Bonjour, merci pour ce tuto. Mais ne pourrait-on pas réaliser ces chaussons plus grand pour les feutrer ?? Cela serait aussi très joli, non ?

18.02.2020 - 13:51:

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Lefebvre, vous avez à votre disposition deux modèles de chaussons feutrés réalisés de cette façon, mais avec des laines du groupe C: Elfies, en Big Delight et Cosy Toes, en Nepal. Bon tricot!

19.02.2020 - 09:30:

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.